Um vefinn

Efnisorða- og mannanafnaskrá Gegnis

Skráin er unnin af upplýsingatæknihópi Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafns. Hún er tvískipt, í efnisorð og mannanöfn og velja þarf annað hvort í flipa efst á síðunni.

Skráin er dregin vikulega út úr nafnmyndaskrá Gegnis. Það er því tryggt að hún endurspegli valorð í Gegni eins vel og unnt er. Hún er í stöðugri vinnslu. T.a.m. er þar að finna efnisorð án stigveldistengsla, en það gefur til kynna að ekki hafi enn verið fjallað um þau og þau því óréttmæt valorð.

Efnisorð

Efnisorðin eru byggð á Kerfisbundnum efnisorðalykli (Þórdís T. Þórarinsdóttir og Margrét Loftsdóttir, 3. útg. 2001) með áorðnum breytingum sem samþykktar hafa verið í efnisorðaráði. Í efnisorðaráði, sem starfar á vegum Landskerfis bókasafna, hafa setið frá upphafi (2004) Elísabet Halldórsdóttir, Guðný Ragnarsóttir, Ragna Steinarsdóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir.

EfnisorðFrávísanirSamtals Síðast uppfært
13.4416.60820.049 24.05.2022

Mannanöfn

Umsjón með nafnmyndaskrá fyrir mannanöfn í Gegni er í höndum Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Aðaláhersla er lögð á íslensk mannanöfn. Flestir Íslendingar sem skráðir eru fyrir efni í Gegni eru í nafnmyndaskránni með ártölum og/eða nánara auðkenni, oftast starfsheiti. Nafnmyndafærslur fyrir erlend mannanöfn eru gerðar þegar vísa þarf frá mismunandi rithætti eða dulnefnum.

MannanöfnFrávísanirSamtals Síðast uppfært
84.0864.50788.593 24.05.2022

Notkun

Hægt er að leita eftir stafrófsröð (byrjar á) eða í orðaleit (inniheldur). „Er nákvæmlega“ flipinn færir mann beint í viðkomandi stigveldi ef samsvarandi leitarorð finnst. Plúsmerki (+) aftan við efnisorð gefur til kynna að fleiri þrengri heiti sé að finna þar undir. Vikorð (þau orð sem vísað er frá) eru yfirstrikuð, bæði mannanöfn og efnisorð. Öruggast er að leita að mannanöfnum í orðaleit (inniheldur).Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
Þjóðarbókhlöðunni
Arngrímsgötu 3 - 107 Reykjavík
Sími: 525 5600
Fax: 525 5615
Netfang: landsbokasafn (hjá) landsbokasafn.is