Um vefinn

Nafnmyndaskrá Gegnis (mannanöfn, skipulagsheildir, efnisorð, landfræðiheiti)

Skráin er unnin af upplýsingatæknihópi Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafns. Hún er tvískipt, í efnisorð og heiti og velja þarf annað hvort í flipa efst á síðunni.

Skráin er dregin vikulega út úr nafnmyndaskrá Gegnis. Það er því tryggt að hún endurspegli valorð í Gegni eins vel og unnt er. Hún er í stöðugri vinnslu.

Efnisorð

Undir flipanum Efnisorð má finna bæði eiginleg efnisorð (topical terms) og landfræðiheiti (geographic names).
Efnisorðin eru byggð á Kerfisbundnum efnisorðalykli (Þórdís T. Þórarinsdóttir og Margrét Loftsdóttir, 3. útg. 2001) með áorðnum breytingum sem samþykktar hafa verið í efnisorðaráði. Efnisorðaráð hefur starfarð á vegum Landskerfis bókasafna frá árinu 2004. Í því sitja Berglind Hanna Jónsdóttir, Guðný Ragnarsóttir, Ragna Steinarsdóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir.

EfnisorðFrávísanirSamtals Síðast uppfært
17.7349.50127.235 07.10.2024

Heiti

Undir flipanum Heiti eru mannanöfn og skipulagsheildir. Umsjón með nafnmyndaskrá fyrir slík heiti í Gegni er í höndum Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Aðaláhersla er lögð á íslensk heiti. Flestir Íslendingar sem skráðir eru fyrir efni í Gegni eru í nafnmyndaskránni með ártölum og/eða nánara auðkenni, oftast starfsheiti. Nafnmyndafærslur fyrir erlend mannanöfn eru gerðar þegar vísa þarf frá mismunandi rithætti eða dulnefnum. Flestar erlendar nafnmyndir eru tengdar við nafnmyndaskrá Library of Congress (LC) í Gegni og þar af leiðiandi ekki hluti af Lykilskrá. Í gegnum tíðina hefur aðaláhersla verið lögð á nafnmyndafærslur fyrir mannanöfn en skipulagsheildir hafa setið á hakanum. Þær hafa þó verið gerðar jafnóðum í seinni tíð en nokkuð vantar af færslum fyrir eldri skipulagsheildir

HeitiFrávísanirSamtals Síðast uppfært
89.6568.44698.102 07.10.2024

Notkun

Hægt er að leita eftir stafrófsröð (byrjar á) eða í orðaleit (inniheldur). „Er nákvæmlega“ flipinn færir mann beint í viðkomandi stigveldi ef samsvarandi leitarorð finnst. Plúsmerki (+) aftan við efnisorð gefur til kynna að fleiri þrengri heiti sé að finna þar undir. Vikorð (þau orð sem vísað er frá) eru yfirstrikuð, bæði efnisorð og heiti. Öruggast er að leita að mannanöfnum í orðaleit (inniheldur).

Ný útgáfa af Lykilská leit dagsins ljós í byrjun árs 2023. Helstu breytingar eru þær að bætt var við landfræðiheitum og heitum á skipulagsheildum. Undir skipulagsheildir fellur fleira en stofnanir og fyrirtæki, m.a. mannvirki, hljómsveitir, kórar og skip svo nokkuð sé nefnt. Undir landfræðiheiti falla m.a. vegir, brýr, jarðgöng og býli.



Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
Þjóðarbókhlöðunni
Arngrímsgötu 3 - 107 Reykjavík
 
Sími: 525 5600
Netfang: landsbokasafn (hjá) landsbokasafn.is